Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 22:38 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022. Þetta segir í ársreikningi samsteypu Símans fyrir árið 2023. Þar segir að heildartekjur félagsins árið 2023 hafi numið 25.741 milljónum króna samanborið við 24.572 milljónir árið 2022. Líkt og undanfarin ár hafi verið góður vöxtur í farsíma- og sjónvarpsþjónustu og einnig hóflegur vöxtur í gagnaflutningi. Tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist verulega saman enda sé hluti þeirra þjónustu í útfösun. Vörusala hafi dregist lítillega saman á milli ára en viðskiptavinum fjölgað á árinu. Verðbólga sé mikil, sem hafi talsverð áhrif á kostnað. Launakostnaður hafi hækkað auk þess sem kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hafi talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu. Afskriftir hafi hækkað vegna fjárfestinga í sýningarréttum, meðal annars í endurnýjun á sýningarrétti á ensku úrvalsdeildinni og nýjum samningi við HBO. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi breyst talsvert á milli ára, sem skýrist mikið til af 200 milljóna króna endurgreiðslu stjórnvaldssektar árið 2022. Aðrir kostnaðarliðir hafi breyst óverulega á milli ára. Árið hafi gengið vel Í tilkynningu Símans um afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023 til Kauphallar er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra að árið 2023 hafi gengið vel, fyrsta heila árið eftir söluna á Mílu. „Sú umbreyting á samstæðu Símans yfir í eignalétt þjónustufyrirtæki eru mestu umskipti sem orðið hafa í 118 ára sögu félagsins. Tekjuvöxtur var aðallega á seinni hluta ársins, sérstaklega í farsíma og sjónvarpi, ásamt því að tekjur í interneti sýndu hóflegan vöxt. Eitt af meginverkefnum ársins í ár verður að styrkja þennan stærsta tekjulið félagsins.“ Þar segir að helstu niðurstöður úr rekstri á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi verið eftirfarandi: Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2023 námu 6.659 m.kr. samanborið við 6.233 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 6,8%. Tekjur í kjarnaþjónustu Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu aukast um tæplega 7% á fjórðungnum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.614 m.kr. á 4F 2023 og minnkar því um 19 m.kr. eða 1,2%. EBITDA hlutfallið er 24,2% á 4F 2023 en var 26,2% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 634 m.kr. á 4F 2023 samanborið við 703 m.kr. á sama tímabili 2022. Án niðurfellingar stjórnvaldssektar að fjárhæð 200 m.kr. var EBITDA á 4F 2022 1.433 m.kr. (23,0%) og EBIT 503 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld námu 120 m.kr. á 4F 2023 en námu 389 m.kr. á sama tímabili 2022, en á 4F 2022 var færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nam 382 m.kr. Fjármagnsgjöld námu 287 m.kr., fjármunatekjur voru 195 m.kr. og gengistap nam 28 m.kr. Hagnaður á 4F 2023 nam 414 m.kr. samanborið við 381 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022. Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 10,5 ma.kr. í árslok 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í árslok 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 2,9 ma.kr. í árslok 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall Símans var 52,1% í árslok 2023 og eigið fé 17,6 ma.kr. Síminn Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Þetta segir í ársreikningi samsteypu Símans fyrir árið 2023. Þar segir að heildartekjur félagsins árið 2023 hafi numið 25.741 milljónum króna samanborið við 24.572 milljónir árið 2022. Líkt og undanfarin ár hafi verið góður vöxtur í farsíma- og sjónvarpsþjónustu og einnig hóflegur vöxtur í gagnaflutningi. Tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist verulega saman enda sé hluti þeirra þjónustu í útfösun. Vörusala hafi dregist lítillega saman á milli ára en viðskiptavinum fjölgað á árinu. Verðbólga sé mikil, sem hafi talsverð áhrif á kostnað. Launakostnaður hafi hækkað auk þess sem kostnaðarauki frá lykilinnviðabirgjum hafi talsverð áhrif á kostnaðarverð seldrar þjónustu. Afskriftir hafi hækkað vegna fjárfestinga í sýningarréttum, meðal annars í endurnýjun á sýningarrétti á ensku úrvalsdeildinni og nýjum samningi við HBO. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi breyst talsvert á milli ára, sem skýrist mikið til af 200 milljóna króna endurgreiðslu stjórnvaldssektar árið 2022. Aðrir kostnaðarliðir hafi breyst óverulega á milli ára. Árið hafi gengið vel Í tilkynningu Símans um afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023 til Kauphallar er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra að árið 2023 hafi gengið vel, fyrsta heila árið eftir söluna á Mílu. „Sú umbreyting á samstæðu Símans yfir í eignalétt þjónustufyrirtæki eru mestu umskipti sem orðið hafa í 118 ára sögu félagsins. Tekjuvöxtur var aðallega á seinni hluta ársins, sérstaklega í farsíma og sjónvarpi, ásamt því að tekjur í interneti sýndu hóflegan vöxt. Eitt af meginverkefnum ársins í ár verður að styrkja þennan stærsta tekjulið félagsins.“ Þar segir að helstu niðurstöður úr rekstri á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi verið eftirfarandi: Tekjur á fjórða ársfjórðungi (4F) 2023 námu 6.659 m.kr. samanborið við 6.233 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 6,8%. Tekjur í kjarnaþjónustu Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu aukast um tæplega 7% á fjórðungnum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.614 m.kr. á 4F 2023 og minnkar því um 19 m.kr. eða 1,2%. EBITDA hlutfallið er 24,2% á 4F 2023 en var 26,2% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 634 m.kr. á 4F 2023 samanborið við 703 m.kr. á sama tímabili 2022. Án niðurfellingar stjórnvaldssektar að fjárhæð 200 m.kr. var EBITDA á 4F 2022 1.433 m.kr. (23,0%) og EBIT 503 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld námu 120 m.kr. á 4F 2023 en námu 389 m.kr. á sama tímabili 2022, en á 4F 2022 var færð neikvæð gangvirðisbreyting skuldabréfs vegna sölu Mílu sem nam 382 m.kr. Fjármagnsgjöld námu 287 m.kr., fjármunatekjur voru 195 m.kr. og gengistap nam 28 m.kr. Hagnaður á 4F 2023 nam 414 m.kr. samanborið við 381 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022. Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 10,5 ma.kr. í árslok 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í árslok 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 2,9 ma.kr. í árslok 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall Símans var 52,1% í árslok 2023 og eigið fé 17,6 ma.kr.
Síminn Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira