Anníe Mist: Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir lætur ekki sjö mánaða bumbu stoppa sig frá því að taka þátt í The Open í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er kasólétt, eins og flestir vita, en það stoppar hana ekkert í því að mæta í lyftingasalinn. Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira