Dýri Guðmundsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 09:16 Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. ingimar Sigurðsson Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum. Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur. Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur.
Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira