Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 11:56 Plastfata við hlið holunnar þar sem stúlkan varð undir sandinum. AP/Mike Stocker Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman. Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp. Bandaríkin Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira
Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp.
Bandaríkin Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira