Hótuðu að vanhelga lík Navalní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2024 23:30 Rússar hvaðanæva úr landinu streyma til heimskautaborgarinnar Salekhard til að votta Navalní virðingu sína við minnisvarða fórnarlamba pólitíksrar kúgunnar. AP Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. Ljúdmíla Navalnaja birti myndband í dag þar sem hún greinir frá þessu. Hún krafðist þess að fá lík Navalní afhent svo hún geti grafið hann með sæmd. Svo virðist sem rússnesk yfirvöld óttist að grafreitur hans verði að eins konar altari andspyrnuhreyfingarinnar innan landsins því samkvæmt Ljúdmílu vilja þau þvinga hana til að grafa hann í kyrrþey. pic.twitter.com/NPOcImP5J4— Yulia Navalnaya (@yulia_navalnaya) February 22, 2024 „Þeir eru að reyna að þvinga mig, þeir vilja ráða hvenær og hvernig sonur minn verður grafinn,“ segir hún í myndbandinu. Kira Yarmysh, talsmaður Navalní, birti færslu á X, áður Twitter, þar sem hún greindi frá því að móðirin hafi farið til fanganýlendunnar þar sem sonur hennar dvaldi og undirritað dánarvottorð. Vill að Rússar geti kvatt son sinn Í ávarpinu segir Ljúdmíla að sér hafi verið hótað. „Þeir litu í augu mín og sögðu að ef ég samþykkti ekki útför í kyrrþey myndu þeir gera eitthvað við lík sonar míns. Voropajev rannsóknarlögreglumaður sagði opinskátt við mig: „Tíminn er ekki með þér í liði, líkið er að rotna,“ segir Ljúdmíla. Hún segir jafnframt að hún vilji að allir þeir sem harma fráfall sonar síns eigi tækifæri á að heimsækja grafreitinn. Alexeí Navalní er dáður meðal Rússa sem mótfallnir eru stjórn Vladimírs Pútíns á landinu. „Þeir vilja fara með mig í útnára kirkjugarðsins að gröfinni og segja: „Hér hvílir sonur þinn.“ Ég samþykki það ekki. Ég vil að einnig þið - sem þykir vænt um Alexej og upplifið fráfall hans sem persónulegt áfall - fáið tækifæri til að kveðja hann,“ segir Ljúdmíla. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ljúdmíla Navalnaja birti myndband í dag þar sem hún greinir frá þessu. Hún krafðist þess að fá lík Navalní afhent svo hún geti grafið hann með sæmd. Svo virðist sem rússnesk yfirvöld óttist að grafreitur hans verði að eins konar altari andspyrnuhreyfingarinnar innan landsins því samkvæmt Ljúdmílu vilja þau þvinga hana til að grafa hann í kyrrþey. pic.twitter.com/NPOcImP5J4— Yulia Navalnaya (@yulia_navalnaya) February 22, 2024 „Þeir eru að reyna að þvinga mig, þeir vilja ráða hvenær og hvernig sonur minn verður grafinn,“ segir hún í myndbandinu. Kira Yarmysh, talsmaður Navalní, birti færslu á X, áður Twitter, þar sem hún greindi frá því að móðirin hafi farið til fanganýlendunnar þar sem sonur hennar dvaldi og undirritað dánarvottorð. Vill að Rússar geti kvatt son sinn Í ávarpinu segir Ljúdmíla að sér hafi verið hótað. „Þeir litu í augu mín og sögðu að ef ég samþykkti ekki útför í kyrrþey myndu þeir gera eitthvað við lík sonar míns. Voropajev rannsóknarlögreglumaður sagði opinskátt við mig: „Tíminn er ekki með þér í liði, líkið er að rotna,“ segir Ljúdmíla. Hún segir jafnframt að hún vilji að allir þeir sem harma fráfall sonar síns eigi tækifæri á að heimsækja grafreitinn. Alexeí Navalní er dáður meðal Rússa sem mótfallnir eru stjórn Vladimírs Pútíns á landinu. „Þeir vilja fara með mig í útnára kirkjugarðsins að gröfinni og segja: „Hér hvílir sonur þinn.“ Ég samþykki það ekki. Ég vil að einnig þið - sem þykir vænt um Alexej og upplifið fráfall hans sem persónulegt áfall - fáið tækifæri til að kveðja hann,“ segir Ljúdmíla.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00
Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01
Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40
Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32