Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea á árunum 2000-06 og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. getty/Ben Radford Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira