Sóðaskapur varð starra að aldurtila Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Snævarr var réttur maður á réttum stað en þó ekki á réttum tíma þegar hann náði í starra í hremmingum úr grenitréi á Akureyri. Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. „Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“ Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
„Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“
Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira