Sóðaskapur varð starra að aldurtila Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Snævarr var réttur maður á réttum stað en þó ekki á réttum tíma þegar hann náði í starra í hremmingum úr grenitréi á Akureyri. Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. „Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“ Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“
Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent