Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 16:34 Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, talaði fyrir tillögum samtakanna á ársþingi KSÍ. vísir / einar Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti