„Sjally Pally“ heppnaðist vonum framar: „Við erum bara rétt að byrja!“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 18:30 Verðlaunaafhending að móti loknu. Dilyan Kolev frá Pílufélagi Vopnafjarðar stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki. vísir / bjarni freyr Stærsta pílumót í sögu Akureyrar fór fram um helgina og heppnaðist vonum framar. 160 keppendur voru skráðir til leiks og aðgöngumiðar á úrslitakvöldið seldust upp svipstundis. Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum. Pílukast Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum.
Pílukast Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira