Vopnfirðingurinn skaut öllum ref fyrir rass á sögulegum viðburði Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 22:31 Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitum. vísir/Bjarni freyr Dilyan Kolev naut sín vel á stóra sviðinu meðal fremstu pílukastara landsins og stóð uppi sem sigurvegari á Akureyri Open, pílukastmóti sem fór fram í Sjallanum um helgina. Þrátt fyrir stífar æfingar í stofunni heima á Vopnafirði átti hann ekki von á sigri. „Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“ Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“
Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sjá meira