Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 11:55 Guðmundur J. Óskarsson er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Steingrímur Dúi Másson Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak GR lögðu úr höfn síðastliðinn fimmtudag og leituðu undan Suðausturlandi. „Skipin tvö fyrir austan komu til hafnar í gær og fyrradag og það var ekkert markvert að finna hjá þeim. Þessi litla loðnuganga á þeim slóðum var farin að sjást á Papagrunni og Lónsdýpi og því komin upp á grunnin allavega að einhverju leyti. Það varð ekkert vart við aðra göngu eins og vonast var eftir,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Þriðja fiskiskipið, Heimaey VE, sigldi á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þar voru vonir bundnar við að torfur gætu fundist norður af Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Siglingarferlar skipanna þriggja í loðnuleitinni. Heimaey VE er núna undan Vestfjörðum, Ásgrímur Halldórsson er kominn til Hafnar í Hornafirði og Polar Ammassak er kominn inn til Norðfjarðar.Hafrannsóknastofnun „Það hefur ekki orðið vart við neina loðnugöngu enn fyrir norðvestan land hjá Heimaey. Veðrið hefur verið að stríða þeim en engu að síður hafa þeir náð að vera við leit. Þeirra yfirferð mun halda áfram suður eftir næstu 2-3 daga sýnist okkur,“ segir Guðmundur. En hvað um framhaldið? Verður reynt meira þennan veturinn? „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um framhaldið. Rannsóknaskip okkar eru að fara í togararallið á næstunni kringum landið, Árni á miðvikudaginn og verður vestan til og Bjarni á mánudaginn og verður norðan lands, og verða því að vakta miðin að einhverju leyti með bergmálsmælana á upptöku. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt og verða fyrir austan og sunnan,“ svarar sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá siglingarferla skipanna. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak GR lögðu úr höfn síðastliðinn fimmtudag og leituðu undan Suðausturlandi. „Skipin tvö fyrir austan komu til hafnar í gær og fyrradag og það var ekkert markvert að finna hjá þeim. Þessi litla loðnuganga á þeim slóðum var farin að sjást á Papagrunni og Lónsdýpi og því komin upp á grunnin allavega að einhverju leyti. Það varð ekkert vart við aðra göngu eins og vonast var eftir,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Þriðja fiskiskipið, Heimaey VE, sigldi á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þar voru vonir bundnar við að torfur gætu fundist norður af Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Siglingarferlar skipanna þriggja í loðnuleitinni. Heimaey VE er núna undan Vestfjörðum, Ásgrímur Halldórsson er kominn til Hafnar í Hornafirði og Polar Ammassak er kominn inn til Norðfjarðar.Hafrannsóknastofnun „Það hefur ekki orðið vart við neina loðnugöngu enn fyrir norðvestan land hjá Heimaey. Veðrið hefur verið að stríða þeim en engu að síður hafa þeir náð að vera við leit. Þeirra yfirferð mun halda áfram suður eftir næstu 2-3 daga sýnist okkur,“ segir Guðmundur. En hvað um framhaldið? Verður reynt meira þennan veturinn? „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um framhaldið. Rannsóknaskip okkar eru að fara í togararallið á næstunni kringum landið, Árni á miðvikudaginn og verður vestan til og Bjarni á mánudaginn og verður norðan lands, og verða því að vakta miðin að einhverju leyti með bergmálsmælana á upptöku. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt og verða fyrir austan og sunnan,“ svarar sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá siglingarferla skipanna.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31