Settist í öll sæti Eldborgar og tók 5000 sjálfsmyndir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 14:01 Martin Liebscher átti áhugaverð tvö kvöld í Eldborg. Martin Liebscher Þýski listamaðurinn Martin Liebscher leggur mikið á sig fyrir verk sín. Hann heimsótti Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhús, haustið 2022 og tók heldur óhefðbundnar myndir í Eldborg. Martin var ekki að nýta sér stafræna tækni við gerð mynda sinna heldur settist hann í öll sæti Eldborgar til að taka myndir, sem tók hann tvö heil kvöld. Teknar voru um 5000 myndir til að skapa eina víðmynd úr salnum eins og sjá má hér. Martin hefur tekið samskonar myndir í ýmsum heimsfrægum tónlistar- og ráðstefnuhúsum og er Eldborg nú komin í hóp þeirra. Í fréttatilkynningu segir að það sem sé sérstakt við list Martins er að hann býr til víðmyndir (e. panorama) úr fjölmörgum myndum frá sama sjónarhorni þar sem hann situr sjálfur fyrir. „Martin hefur tekið myndir í fjölmörgum þekktum tónlistar-, óperu- og leikhúsum víðs vegar um heiminn þar sem hann situr fyrir í hverju einasta sæti salarins sem gestur og einnig sem stjórnandi og tónlistarmaður. Hann setur svo myndirnar saman í eina stóra panorama mynd. Hann líkir eftir því sem gestir sjá þegar þeir horfa yfir salinn, á stjórnandann og tónlistarfólkið og nær hann tilfinningunni þar sem myndavélin er sífellt að breyta um stefnu. Martin starfaði í mörg ár sem kvikmyndasýningarstjóri og elskar að búa til undarleg sjónræn áhrif mynda með fagurfræðilegum hætti.“ Hér má sjá myndband af tökuferlinu: Shooting Harpa from Martin Liebscher on Vimeo. „Það var mögnuð reynsla fyrir mig að fá að skjóta í Hörpu. Á tveimur kvöldum tóku ég og aðstoðarmaður minn um 5000 myndir. Salurinn Eldborg býr yfir stórkostlegu og kraftmiklu andrúmslofti með einstakri litapallettu sinni og stórfenglegu rými,“ segir Martin um þessa reynslu. Myndin var notuð á sýningu Martins í hinu virta Martin Asbæk gallery í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs en sýningin fékk fimm stjörnur í Politiken. Harpa Menning Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Martin var ekki að nýta sér stafræna tækni við gerð mynda sinna heldur settist hann í öll sæti Eldborgar til að taka myndir, sem tók hann tvö heil kvöld. Teknar voru um 5000 myndir til að skapa eina víðmynd úr salnum eins og sjá má hér. Martin hefur tekið samskonar myndir í ýmsum heimsfrægum tónlistar- og ráðstefnuhúsum og er Eldborg nú komin í hóp þeirra. Í fréttatilkynningu segir að það sem sé sérstakt við list Martins er að hann býr til víðmyndir (e. panorama) úr fjölmörgum myndum frá sama sjónarhorni þar sem hann situr sjálfur fyrir. „Martin hefur tekið myndir í fjölmörgum þekktum tónlistar-, óperu- og leikhúsum víðs vegar um heiminn þar sem hann situr fyrir í hverju einasta sæti salarins sem gestur og einnig sem stjórnandi og tónlistarmaður. Hann setur svo myndirnar saman í eina stóra panorama mynd. Hann líkir eftir því sem gestir sjá þegar þeir horfa yfir salinn, á stjórnandann og tónlistarfólkið og nær hann tilfinningunni þar sem myndavélin er sífellt að breyta um stefnu. Martin starfaði í mörg ár sem kvikmyndasýningarstjóri og elskar að búa til undarleg sjónræn áhrif mynda með fagurfræðilegum hætti.“ Hér má sjá myndband af tökuferlinu: Shooting Harpa from Martin Liebscher on Vimeo. „Það var mögnuð reynsla fyrir mig að fá að skjóta í Hörpu. Á tveimur kvöldum tóku ég og aðstoðarmaður minn um 5000 myndir. Salurinn Eldborg býr yfir stórkostlegu og kraftmiklu andrúmslofti með einstakri litapallettu sinni og stórfenglegu rými,“ segir Martin um þessa reynslu. Myndin var notuð á sýningu Martins í hinu virta Martin Asbæk gallery í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs en sýningin fékk fimm stjörnur í Politiken.
Harpa Menning Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira