Innlent

Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Alma Möller landlæknir segir það hafa komið henni á óvart hve margir hefðu komið að máli við sig um framboð.
Alma Möller landlæknir segir það hafa komið henni á óvart hve margir hefðu komið að máli við sig um framboð. Vísir/Vilhelm

Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því.

Í samtali við mbl.is segir hún bæði fólk sem hún þekki sem og fólk sem hún þekki ekki hafa komið að máli við sig um mögulegt forsetaframboð. Það hafi komið henni nokkuð að óvart.

Alma segist hafa fengið skilaboð, tölvupósta og símtöl þar sem hún er hvött til að bjóða sig fram. Þó sé hún ekki búin að ákveða neitt.

„Þegar fólk hef­ur haft sam­band þá leiðir maður hug­ann óhjá­kvæmi­lega að mál­inu. Þannig að það er ekki rétt að ég hafi ákveðið að bjóða mig fram en það er mik­ill heiður að vera nefnd í þessu sam­hengi,“ segir Alma við mbl.is.

Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll þegar boðið sig fram til forseta. Hins vegar leiddi könnun Prósentu frá í síðasta mánuði það í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar eða 77 prósent vilji engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×