Illvirki hafi verið unnið Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2024 12:34 Árni Tómas gagnrýnir Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og Ölmu Möller landlækni harðlega í pistli sem hann birti á Vísi. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar. Árni Tómas ritar stutta grein á Vísi þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum en hann sinnti morfínsprautufíklum um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi hans. „Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ segir Árni. Mikið hefur verið rætt um starfsemi Árna sem var á gráu svæði en hins vegar eru margir á því að skaðaminnkandi úrræði sem Árni Tómas bauð uppá sé eitthvað sem hlýtur að koma en kerfið sé svifaseint og bregðist seint og illa við. Vanhugsað illvirki framið Árni Tómas segir gott starf unnið á Vogi en það sé hins vegar blekking sem Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi beiti þegar hún talar um skjólstæðinga hans. „Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“ Þessum hópi þurfa læknar líka að sinna, að sögn Árna, til að bæta lífslíkur þeirra og líðan. En það er nákvæmlega það sem Árni Tómas taldi sig vera að gera. „Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið.“ Hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla! Árni Tómas vonar að framlag hans hafi orðið til að vekja athygli á líðan og stöðu þessa viðkvæma hóps, þá hafi allt þetta ekki verið til einskis unnið. Eins og liggur í hlutarins eðli hefur starfsemi Árna Tómasar ekki verið óumdeild. Og þannig ritaði Guðmunda G. Guðmundsdóttir aðstandandi pistil sem hún birti á Vísi þar sem hún segir Árni Tómas ekki hafa verið að lækna neinn, „hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla sem við niðurgreiðum og kallar það líkn!“ Þá telur Guðmunda ummæli Árna um Ölmu og Valgerði honum ekki til sóma. Þær séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30 Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Árni Tómas ritar stutta grein á Vísi þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum en hann sinnti morfínsprautufíklum um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi hans. „Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ segir Árni. Mikið hefur verið rætt um starfsemi Árna sem var á gráu svæði en hins vegar eru margir á því að skaðaminnkandi úrræði sem Árni Tómas bauð uppá sé eitthvað sem hlýtur að koma en kerfið sé svifaseint og bregðist seint og illa við. Vanhugsað illvirki framið Árni Tómas segir gott starf unnið á Vogi en það sé hins vegar blekking sem Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi beiti þegar hún talar um skjólstæðinga hans. „Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“ Þessum hópi þurfa læknar líka að sinna, að sögn Árna, til að bæta lífslíkur þeirra og líðan. En það er nákvæmlega það sem Árni Tómas taldi sig vera að gera. „Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið.“ Hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla! Árni Tómas vonar að framlag hans hafi orðið til að vekja athygli á líðan og stöðu þessa viðkvæma hóps, þá hafi allt þetta ekki verið til einskis unnið. Eins og liggur í hlutarins eðli hefur starfsemi Árna Tómasar ekki verið óumdeild. Og þannig ritaði Guðmunda G. Guðmundsdóttir aðstandandi pistil sem hún birti á Vísi þar sem hún segir Árni Tómas ekki hafa verið að lækna neinn, „hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla sem við niðurgreiðum og kallar það líkn!“ Þá telur Guðmunda ummæli Árna um Ölmu og Valgerði honum ekki til sóma. Þær séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.
Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30 Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30
Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31