Red Bull hreinsar Horner af öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 17:20 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Formúlu 1 meistara Red Bull, hefur verið hreinsaður af öllum ásökunum samstarfskonu hans um óviðeigandi hegðun. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira