Stúlkan hafði farið frá heimili hennar á mánudaginn og gengið úr í fenin. Umfangsmikil leitt hófst fljótt en lögregluþjónum hefur verið hrósað fyrir skjót viðbrögð og fyrir að hafa fundið stúlkuna tiltölulega fljótt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Margar hættur leynast í fenjum Flórída, eins og snákar og jafnvel krókódílar.
Myndband úr þyrlunni sýnir þegar áhöfnin fann stúlkuna og þá var hún þó einungis nokkrum tugum metra frá lögregluþjónum á jörðu niðri.
Stúkuna sakaði ekki, samkvæmt frétt NBC í Flórída.