Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 10:05 Pútín sakaði Vesturlönd um að vilja tortíma Rússlandi og sagði framgöngu þeirra stuðla að kjarnorkustyrjöld. AP/Alexander Zemlianichenko Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira