Rashford: Þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2024 10:00 Marcus Rashford hefur tjáð sig um þá hörðu gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir. Getty/James Baylis Marcus Rashford segir að það sé aldrei hægt að efast um hollustu hans til Manchester United. Enski framherjinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir spilamennsku sína á þessu tímabili. Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira