„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 08:28 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira