Innlent

Opna fyrir raf­ræna söfnun með­mæla

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hver verður næsti íbúi Bessastaða?
Hver verður næsti íbúi Bessastaða? Vísir/Vilhelm

Búið er að opna fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð. Skila verður framboðstilkynningum í síðasta lagi þann 26. apríl.

Frambjóðendur stofna söfnun með rafrænum skilríkjum inn á vef Ísland.is og eftir það getur fólk mælt með þeim frambjóðanda. Aðeins má mæla með einum frambjóðanda en ef meðmælendur breyta um skoðun er hægt að draga fyrri meðmæli til baka og mæla með öðrum þar til söfnun er lokað. Meðmæli þess sem mælir með tveimur framboðum ógildast.

Hver frambjóðandi þarf að skila inn 1.500 – 3.000 meðmælum, skipt eftir landsfjórðungum. Fjöldi meðmæla í hverjum fjórðungi skiptist svona:

  • Sunnlendingafjórðungur: 1.233 til 2.465
  • Vestfirðingafjórðungur: 56 til 112
  • Norðlendingafjórðungur: 157 til 314
  • Austfirðingafjórðungur: 54 til 109

Landskjörstjórn tekur við framboðtilkynningum þann 26. apríl næstkomandi og þann 2. maí verður auglýst hverjir eru í framboði. Svo verður kosið laugardaginn 1. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×