Franska undrið í sögubækurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2024 17:31 Victor Wembanyama skýtur yfir Chet Holmgren. Þessir mögnuðu nýliðar áttust við þegar San Antonio Spurs tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. getty/Brien Aho Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað. Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp. NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp.
NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira