Frumsýning á Vísi: Halli boðar útgáfutónleika á NASA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 22:02 Haraldur Þorleifsson gefur út nýtt lag og myndband í kvöld og hefur boðað útgáfutónleika í maí. Vísir Haraldur Þorleifsson gefur í kvöld út sitt fimmta lag og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Hann hyggst halda útgáfutónleika á NASA, hefur neglt niður dagsetningu þann 4. maí og er miðasala hafin. „Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira