Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Árni Sæberg skrifar 1. mars 2024 15:47 Ásmundur Einar er ráðherra menntamála. Vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira