Öskureiðir eftir rauðu spjöldin og saka Pulisic um óíþróttamannslega hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 12:45 Dómarinn sýndi fádæma lipurð þegar hann reif upp rauða og gula spjaldið á sama tíma. Paolo Bruno/Getty Images Leikmenn og stjórnarmenn Lazio eru öskureiðir dómaranum Marco di Bello eftir að hann rak þrjá leikmenn liðsins af velli í leik gegn AC Milan í gærkvöldi. Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum. Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira