Lífið

Dóm­nefndin búin að gera upp hug sinn í Söngva­keppninni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sigga Beinteins hefur farið þrisvar fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hún tók lagið á öðru undanúrslitakvöldanna.
Sigga Beinteins hefur farið þrisvar fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hún tók lagið á öðru undanúrslitakvöldanna. Vísir/Hulda Margrét

Sjö tónlistarspekúlantar hafa mikið um það að segja hvaða tvö lög munu berjast um það að verða fulltrúar Íslands í Eurovision árið 2024. Eurovision-kempa er á meðal dómara.

Greint var frá því hverjir skipa dómnefndina í hádeginu í dag. Fólkið fylgdist með rennslinu í gærkvöldi í Laugardalshöll og eru því búin að gera upp hug sinn. Hver hann er kemur í ljós í kvöld. Dómararnir sjö eru:

  • Vigdís Hafliðadóttir söngkona
  • Sindri Ástmarsson dagskrárstjóri Iceland Airwaves
  • Erna Hrönn söngkona og útvarpskona
  • Árni Matthíasson tónlistarblaðamaður og rithöfundur
  • Sigríður Beinteinsdóttir söngkona
  • Einar Bárðarson stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar
  • Elín Hall tónlistarkona

Dómnefndin hefur helmingsvægi atkvæða á móti símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Lögin tvö sem hafna í efstu sætunum fara svo í einvígi. 

Keppendur taka atkvæðin sem þau hlutu í fyrri hlutanum með sér í einvígið en þar tekur bara við símakosning almennings. Atkvæðin í seinni hlutanum bætast síðan ofan á eldri atkvæðin og heildarfjöldinn sker úr um hver stendur uppi sem sigurvegari.

Þeir sem vilja skilja söguna á bak við einvígið sem hefur verið við lýði í tæpan áratug geta kynnt sér fréttaskýringu Vísis um einvígið frá árinu 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.