Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2024 09:07 Bubbi Morthens (til hægri) á útför Guðbergs Bergssonar í fyrra. Hann óttast að púðurtunnan sé að fyllast hér á landi vegna rasisma sem grasseri. Vísir/VIlhelm Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. „Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“ Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
„Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“
Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira