Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2024 22:17 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir mikilvægt fyrir öryggi íbúa á svæðinu að jarðgöngin verði að veruleika fyrr en til stendur. Vísir/Einar Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“ Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“
Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40
Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16
Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07