Körfubolti

Nei eða já: Fáum við að sjá Embiid aftur á tíma­bilinu?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joel EMbiid hefur verið lengi frá vegna meiðsla.
Joel EMbiid hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Tim Nwachukwu/Getty Images

Nei eða já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins í gærkvöldi og eins og svo oft áður fóru strákarnir um víðan völl.

Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fékk gervigreindina til að sjóða saman fjórar fullyrðingar sem þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson áttu að vera sammála eða ósammála.

Fyrst veltu þeir félagar fyrir sér hvort Miami Heat væri besta liðið í Flórídafylki áður en gervigreindin vildi vita hvort Oklahoma City Thunder gæti haldið gengi sínu áfram þegar kemur að úrslitakeppninni.

Þá bað Kjartan Atli Sigurð Orra að greina það hvort Joel Embiid komi aftur til baka á tímabilinu eftir meiðsli.

„Hann kemur til baka, en verður ekki nógu heill maður og líkaminn hans mun aldrei þola úrslitakeppnisálag,“ sagði Sigurður. „Þannig að já, hann kemur til baka en það verður í einhverri flugumynd og mun ekki skipta neinu máli fyrir Philadelphia því þetta er ekki tímabilið þeirra, því miður.“

Að lokum veltu þeir félagar fyrir sér hvort að New York Knicks væri betur byggt en Cleveland Cavaliers fyrir úrslitakeppnina, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já



Fleiri fréttir

Sjá meira


×