Lífið

Eyddu tæp­lega 420 þúsund í matar­inn­kaup á mánuði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragna og Funi þurftu að taka til þegar kemur að matarinnkaupum.
Ragna og Funi þurftu að taka til þegar kemur að matarinnkaupum.

Þættirnir Viltu finna milljón halda áfram á Stöð 2 og var þriðji þátturinn sýndur í gærkvöldi.

Verkefni mánaðarins var að taka til í matarinnkaupunum. Í þáttunum er fylgst með eyðslu þriggja para sem öll eiga það sameiginlegt að hafa ákveðin tækifæri í því að taka til í heimilisbókhaldinu.

Misjafnt er á milli para hversu mikið fyrir í matarinnkaup að meðaltali á mánuði.

Parið sem eyddi mest í matarinnkaup eru þau Ragna Stefánsdóttir og Funi Magnússon. Þau eyddu að meðaltali 418 þúsund krónur á mánuði í matarinnkaup, eða um 20 prósent af ráðstöfunartekjunum í mat.

Hagstofan telur að hvert heimili eigi að eyða um þrettán prósent á mánuði í matarinnkaup.

Í þættinum í gær kom í ljós að pörin náðu öll árangri þegar þessi liður var tekinn í gegn en hér að neðan má sjá þegar Ragna og Funi komust að því hvað þau væru að eyða í mat.

Klippa: Eyddu tæplega 420 þúsund í matarinnkaup á mánuði





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.