Söngvakeppnin sýni að of margir séu fastir í drullupolli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 10:07 Bashar lenti í öðru sæti á eftir Heru Björk í keppninni. Netverjar voru duglegir að tala illa um Bashar og þá beindu margir reiði sinni að Heru í kjölfar úrslitanna. Vísir/Hulda Margrét Félagsráðgjafi segir ljóta umræðu á samfélagsmiðlum eftir úrslit Söngvakeppninnar síðustu helgi sýna að of mörgum líði illa hér á landi. Hann segir hugarfarsbreytingu þurfa að eiga sér stað og hefur áhyggjur af því að félagsleg einangrun hafi aukist með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikill hiti var í umræðum á samfélagsmiðlum á meðan Söngvakeppninni stóð og eftir að úrslit voru tilkynnt þar sem ljóst var að Hera hefði farið með sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segist telja tvær ástæður fyrir því að fólk missi sig í ljótum ummælum á samfélagsmiðlum. „Önnur er mjög leiðinleg og hún er sú að við komumst upp með það. Hin er sú að sá sem talar svona neikvætt í garð annarra honum líður ekki vel. Ég held reyndar að almennt líði mjög mörgum á Íslandi ekkert áberandi vel og leyfa sér þar með orðbragð sem bara er ekki sæmandi.“ Neikvæðnin hefur áhrif á heilsuna Theodór segist telja að ástæður þess að svo mörgum líði illa í dag megi meðal annars rekja til félagslegrar einangrunar af völdum samfélagsmiðla og snjalltækja. Umræðan á netinu væri ekki eins hörð ef fólk ætti í meiri tengslum við hvort annað. „Það er þessi fjarlægð, þessi einangrun frá hvort öðru sem veldur því að við leyfum okkur hluti sem eru algjörlega ósæmandi,“ segir Theodór sem bendir á að það sé enginn til að stöðva marga sem láta ljót ummæli falla á samfélagsmiðlum. Neikvæðnin hafi svo áhrif. „Við eigum mjög góðar akademískar rannsóknir sem sýna okkur að neikvæðni hefur bein áhrif á heilsu einstaklinga. Ekki bara andlega heilsu heldur líkamlega heilsu. Þannig að í samfélagi sem vill vera heilsueflandi, sem við viljum vera, þá er þessi neikvæðni mjög mikið eitur inn í líðan einstaklinga.“ Verði að geta viðurkennt vandann Theodór segir að pólitísk umræða erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum, hafi auk þess valdið aukinni skautun í samfélaginu. Það megi ekki lengur vera ósammála. Margir þurfi að læra upp á nýtt að það sé ekki hættulegt þó einhver sé ósammála þeim. „Ég held við séum ekkert öðruvísi í þessu en aðrar þjóðir. Þegar manninum líður illa, tegundinni bara, Homo Sapiens, karl, kona, kvár, hvað sem við erum. Þegar okkur líður illa þá tölum við illa. Og ég held að mörgu leyti þá líði fólki ótrúlega illa,“ segir Theodór. „Ég kemst alltaf að þessari sömu niðurstöðu. Þessum einstaklingum bara getur ekki liðið vel. Þegar ég vaknaði í morgun átti ég mér einn draum og hann var að líða vel. Við erum öll þar. Hluti af því að líða vel er að tala vel. Orð eru skapandi máttur. Ef við erum í þessum drullupolli allan daginn þá líður okkur ekki vel.“ En hvernig nær maður til fólksins sem er í drullupollinum? „Það er alveg spurning. Ég veit það ekki, af því að fólk þarf líka að vilja að fá aðstoðina. Ég held það þurfi hugarfarsbreytingu þar,“ segir Theódór. Hann bendir á að það sem maður láti út úr sér verði alltaf einhvers staðar á ferðinni. Hann myndi til dæmis sjálfur hugsa um það hvaða áhrif það hefði á hans eigin börn ef hann myndi tala með svona hætti á samfélagsmiðlum. „Mamma mín sagði við mig, haft eftir sínum foreldrum, ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá væri snjallt að þegja.“ Eurovision Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikill hiti var í umræðum á samfélagsmiðlum á meðan Söngvakeppninni stóð og eftir að úrslit voru tilkynnt þar sem ljóst var að Hera hefði farið með sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segist telja tvær ástæður fyrir því að fólk missi sig í ljótum ummælum á samfélagsmiðlum. „Önnur er mjög leiðinleg og hún er sú að við komumst upp með það. Hin er sú að sá sem talar svona neikvætt í garð annarra honum líður ekki vel. Ég held reyndar að almennt líði mjög mörgum á Íslandi ekkert áberandi vel og leyfa sér þar með orðbragð sem bara er ekki sæmandi.“ Neikvæðnin hefur áhrif á heilsuna Theodór segist telja að ástæður þess að svo mörgum líði illa í dag megi meðal annars rekja til félagslegrar einangrunar af völdum samfélagsmiðla og snjalltækja. Umræðan á netinu væri ekki eins hörð ef fólk ætti í meiri tengslum við hvort annað. „Það er þessi fjarlægð, þessi einangrun frá hvort öðru sem veldur því að við leyfum okkur hluti sem eru algjörlega ósæmandi,“ segir Theodór sem bendir á að það sé enginn til að stöðva marga sem láta ljót ummæli falla á samfélagsmiðlum. Neikvæðnin hafi svo áhrif. „Við eigum mjög góðar akademískar rannsóknir sem sýna okkur að neikvæðni hefur bein áhrif á heilsu einstaklinga. Ekki bara andlega heilsu heldur líkamlega heilsu. Þannig að í samfélagi sem vill vera heilsueflandi, sem við viljum vera, þá er þessi neikvæðni mjög mikið eitur inn í líðan einstaklinga.“ Verði að geta viðurkennt vandann Theodór segir að pólitísk umræða erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum, hafi auk þess valdið aukinni skautun í samfélaginu. Það megi ekki lengur vera ósammála. Margir þurfi að læra upp á nýtt að það sé ekki hættulegt þó einhver sé ósammála þeim. „Ég held við séum ekkert öðruvísi í þessu en aðrar þjóðir. Þegar manninum líður illa, tegundinni bara, Homo Sapiens, karl, kona, kvár, hvað sem við erum. Þegar okkur líður illa þá tölum við illa. Og ég held að mörgu leyti þá líði fólki ótrúlega illa,“ segir Theodór. „Ég kemst alltaf að þessari sömu niðurstöðu. Þessum einstaklingum bara getur ekki liðið vel. Þegar ég vaknaði í morgun átti ég mér einn draum og hann var að líða vel. Við erum öll þar. Hluti af því að líða vel er að tala vel. Orð eru skapandi máttur. Ef við erum í þessum drullupolli allan daginn þá líður okkur ekki vel.“ En hvernig nær maður til fólksins sem er í drullupollinum? „Það er alveg spurning. Ég veit það ekki, af því að fólk þarf líka að vilja að fá aðstoðina. Ég held það þurfi hugarfarsbreytingu þar,“ segir Theódór. Hann bendir á að það sem maður láti út úr sér verði alltaf einhvers staðar á ferðinni. Hann myndi til dæmis sjálfur hugsa um það hvaða áhrif það hefði á hans eigin börn ef hann myndi tala með svona hætti á samfélagsmiðlum. „Mamma mín sagði við mig, haft eftir sínum foreldrum, ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá væri snjallt að þegja.“
Eurovision Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira