Enn læstur úti en óviss um að hann langi aftur inn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 11:30 Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þeirra sem enn komast ekki inn á Facebook eftir hrakfarir miðilsins í gær. Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum. „Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“ Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira
„Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“
Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira