Listræn og lífleg starfsemi í gömlu Áburðarverksmiðjunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. mars 2024 12:07 Það er fjölbreytt starfsemi, listrænt líf og fjör í Áburðarverksmiðjunni. Áburðarverksmiðjan Í Gufunesi, þar sem Áburðarverksmiðja ríkisins var áður, má nú finna fjölbreytta starfsemi. Í einni byggingunni hafa listamenn tekið sér bólfestu. Listamaðurinn Narfi Þorsteinsson og kvikmyndagerðamaðurinn Sindri Steinarsson gerðu myndband um starfsemina sem má sjá hér í pistlinum. „Byggingin hefur fengið nafnið Áburðarverksmiðjan, vitaskuld með beinni skírskotun í fyrri starfsemi, en ekki síður í þá grósku sem þar er núna. Segja má að byggingin sé áburðurinn sem grasrótin þarf til að vaxa. Í myndbandinu er farið yfir í grófum dráttum allt það sem á sér stað innan veggja Áburðarverksmiðjunnar frá degi til dags,“ segir í fréttatilkynningunni. Narfi Þorsteinsson segir að verkefnið hafi einkennst af einstökum tíma og hann hafi viljað gera því góð skil. „Undanfarin þrjú ár hef ég, ásamt fleirum, haft aðsetur í einni byggingu gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þetta hefur verið einstakur tími sem hefur einkennst af nýjum kynnum, stórum hugmyndum, miklum möguleikum og ótrúlegri framkvæmdagleði. Það er ekkert sjálfsagt að svona geti orðið til og þess vegna langaði okkur að gera starfseminni í húsinu smá skil. Til þess hafði ég samband við góðan vin minn, Sindra Steinarsson kvikmyndagerðarmann. Upphaflega stóð til að færa glærukynningu sem við höfðum gert yfir á myndbandsform og tveir vinnudaga áætlaðir í það. Núna, þremur mánuðum seinna, er myndbandið loksins tilbúið og er gott betur en glærukynning. Þetta er nýja ÁBURÐARVERKSMIÐJAN og það sem fram fer í henni,“ segir Narfi. Myndbandið má sjá hér: Klippa: ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Nýja Áburðarverksmiðjan samanstendur af:Verkvinnslunni: Verkstæði, verkefnarými og listastúdíóSlökkvistöðinni: Vinnustofa arkitekta og sýningarrými fyrir rýmislistGufunes Radíó: Hljóðver, framköllunarstúdíó og hljóðfæraverkstæði View this post on Instagram A post shared by VERKVINNSLAN (@verkvinnslan) „Augljóst er að mikil vinna hefur verið sett í að aðlaga gömlu verksmiðjurýmin að nýrri starfsemi. En gróskan leynir sér ekki. Innan um veggi Áburðarverksmiðjunnar eru haldnar sýningar og viðburðir. Þar er tekin upp tónlist og stundaðar æfingar. Myndlistarmenn vinna að verkum sínum og hönnuðir þróa hugmyndir sínar.“ Það eru ýmsir viðburðir í Áburðarverksmiðjunni og hefur mikil vinna og mikill metnaður verið lagður í starfsemina.Áburðarverksmiðjan Af verkefnum sem þar hafa verið unnin má nefna Hamphús Lúdika Arkitekta, þar sem er verið að prófa hvort nýta megi iðnaðarhamp sem byggingarefni hérlendis. „Til dæmis rúststeina, sem útbúa skúlptúra úr niðurrifnum húsum og skoða hvort megi nýta betur múrbrotsúrgang; Skiltamálun Reykjavíkur sem sérhæfir sig í handmáluðu letri og myndmáli á stóra sem smáa veggi - svo eitthvað sé nefnt. Þarna hafa einnig hljómsveitir á borð við Ham og Apparat æfingaaðstöðu.“ Áburðarverksmiðjan býður svo sannarlega upp á fjölbreytni og eru ýmis verkefni í þróun þar. Áburðarverksmiðjan Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube og hér má fylgjast betur með verkefninu á Instagram. Myndlist Tónlist Sýningar á Íslandi Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Byggingin hefur fengið nafnið Áburðarverksmiðjan, vitaskuld með beinni skírskotun í fyrri starfsemi, en ekki síður í þá grósku sem þar er núna. Segja má að byggingin sé áburðurinn sem grasrótin þarf til að vaxa. Í myndbandinu er farið yfir í grófum dráttum allt það sem á sér stað innan veggja Áburðarverksmiðjunnar frá degi til dags,“ segir í fréttatilkynningunni. Narfi Þorsteinsson segir að verkefnið hafi einkennst af einstökum tíma og hann hafi viljað gera því góð skil. „Undanfarin þrjú ár hef ég, ásamt fleirum, haft aðsetur í einni byggingu gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þetta hefur verið einstakur tími sem hefur einkennst af nýjum kynnum, stórum hugmyndum, miklum möguleikum og ótrúlegri framkvæmdagleði. Það er ekkert sjálfsagt að svona geti orðið til og þess vegna langaði okkur að gera starfseminni í húsinu smá skil. Til þess hafði ég samband við góðan vin minn, Sindra Steinarsson kvikmyndagerðarmann. Upphaflega stóð til að færa glærukynningu sem við höfðum gert yfir á myndbandsform og tveir vinnudaga áætlaðir í það. Núna, þremur mánuðum seinna, er myndbandið loksins tilbúið og er gott betur en glærukynning. Þetta er nýja ÁBURÐARVERKSMIÐJAN og það sem fram fer í henni,“ segir Narfi. Myndbandið má sjá hér: Klippa: ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Nýja Áburðarverksmiðjan samanstendur af:Verkvinnslunni: Verkstæði, verkefnarými og listastúdíóSlökkvistöðinni: Vinnustofa arkitekta og sýningarrými fyrir rýmislistGufunes Radíó: Hljóðver, framköllunarstúdíó og hljóðfæraverkstæði View this post on Instagram A post shared by VERKVINNSLAN (@verkvinnslan) „Augljóst er að mikil vinna hefur verið sett í að aðlaga gömlu verksmiðjurýmin að nýrri starfsemi. En gróskan leynir sér ekki. Innan um veggi Áburðarverksmiðjunnar eru haldnar sýningar og viðburðir. Þar er tekin upp tónlist og stundaðar æfingar. Myndlistarmenn vinna að verkum sínum og hönnuðir þróa hugmyndir sínar.“ Það eru ýmsir viðburðir í Áburðarverksmiðjunni og hefur mikil vinna og mikill metnaður verið lagður í starfsemina.Áburðarverksmiðjan Af verkefnum sem þar hafa verið unnin má nefna Hamphús Lúdika Arkitekta, þar sem er verið að prófa hvort nýta megi iðnaðarhamp sem byggingarefni hérlendis. „Til dæmis rúststeina, sem útbúa skúlptúra úr niðurrifnum húsum og skoða hvort megi nýta betur múrbrotsúrgang; Skiltamálun Reykjavíkur sem sérhæfir sig í handmáluðu letri og myndmáli á stóra sem smáa veggi - svo eitthvað sé nefnt. Þarna hafa einnig hljómsveitir á borð við Ham og Apparat æfingaaðstöðu.“ Áburðarverksmiðjan býður svo sannarlega upp á fjölbreytni og eru ýmis verkefni í þróun þar. Áburðarverksmiðjan Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube og hér má fylgjast betur með verkefninu á Instagram.
Myndlist Tónlist Sýningar á Íslandi Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30