Með alls konar í bakpokanum eftir að hún varð móðir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:50 Sara Linneth kynntist unnusta sínum og tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni, eða Herra Hnetusmjör, þegar þau voru saman í meðferð á Vogi árið 2016. Sara Sara Linneth, förðunarfræðingur og meistaranemi, segir að það hafi haft ýmsar áskoranir í för með sér að vera móðir, meðal annars á edrúlífið. Sara ræðir málin á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með þeim Ástrósu Trausta og Guðrúnu Sørtveit. „Þegar þessar hugsanir koma hugsa ég af hverju er ég að hugsa þetta? Þetta er ekki einu sinni í myndinni. Ég er búin að vera rúmlega sjö ár edrú,“ segir Sara. Hún á tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein með unnusta sínum tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni sem betur er þekktur sem Herra Hnetusmjör. Þau hafa bæði verið opinská með edrúlífið en þau kynntust á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Þau fögnuðu sjö edrú afmæli í nóvember síðastliðnum og er óhætt að segja að hamingjuóskum hafi rignt yfir parið á samfélagsmiðlum á þeim tíma. Sjálfsvinnan mikilvæg Sara segist eiga erfitt með að viðurkenna það að lífið án hugbreytandi efna hafi reynt á eftir að hún varð fyrst móðir. „Ef það eru einhver skipti sem það hafa verið erfitt að vera edrú er að það hefur verið ógeðslega erfitt að vera mamma. Það er ógeðslega erfitt að viðurkenna það. Manni líður alls konar og áfengi deyfir og ég vildi stundum að maður gæti stundum aðeins slökkt,“ segir Sara í þættinum. „Ég væri bara alls ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki orðið edrú. Ég held að það hefði orðið skelfilegt. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri lifandi af því að þetta var á mjög hraðri niðurleið.“ Sara á tvo drengi þá Björgvin og Krumma. Hún segist geta talið á annarri hendi hversu oft slík hugsun hafi komið upp. „Þetta er bara lífsstíll. Ég reyni að hugsa sem best um andlegu heilsuna mína og það er á minni ábyrgð að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég er með ADHD og kvíða og ég hef þurft að vinna með sálfræðing með alls konar. Ég er með alls konar í bakpokanum, sérstaklega eftir að ég varð mamma,“ segir Sara. Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33 Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
„Þegar þessar hugsanir koma hugsa ég af hverju er ég að hugsa þetta? Þetta er ekki einu sinni í myndinni. Ég er búin að vera rúmlega sjö ár edrú,“ segir Sara. Hún á tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein með unnusta sínum tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni sem betur er þekktur sem Herra Hnetusmjör. Þau hafa bæði verið opinská með edrúlífið en þau kynntust á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Þau fögnuðu sjö edrú afmæli í nóvember síðastliðnum og er óhætt að segja að hamingjuóskum hafi rignt yfir parið á samfélagsmiðlum á þeim tíma. Sjálfsvinnan mikilvæg Sara segist eiga erfitt með að viðurkenna það að lífið án hugbreytandi efna hafi reynt á eftir að hún varð fyrst móðir. „Ef það eru einhver skipti sem það hafa verið erfitt að vera edrú er að það hefur verið ógeðslega erfitt að vera mamma. Það er ógeðslega erfitt að viðurkenna það. Manni líður alls konar og áfengi deyfir og ég vildi stundum að maður gæti stundum aðeins slökkt,“ segir Sara í þættinum. „Ég væri bara alls ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki orðið edrú. Ég held að það hefði orðið skelfilegt. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri lifandi af því að þetta var á mjög hraðri niðurleið.“ Sara á tvo drengi þá Björgvin og Krumma. Hún segist geta talið á annarri hendi hversu oft slík hugsun hafi komið upp. „Þetta er bara lífsstíll. Ég reyni að hugsa sem best um andlegu heilsuna mína og það er á minni ábyrgð að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég er með ADHD og kvíða og ég hef þurft að vinna með sálfræðing með alls konar. Ég er með alls konar í bakpokanum, sérstaklega eftir að ég varð mamma,“ segir Sara. Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33 Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33
Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26