„Ekki alltaf gott að prjóna yfir sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. mars 2024 13:31 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, er klár í slaginn í kvöld. Vísir/Arnar Hlynur Bæringsson er fullmeðvitaður um mikilvægi leiks liðs hans Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Stjarnan þarf sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira