Viðskipti innlent

Fögnuðu árs­af­mælinu og stefna á hluta­fjár­aukningu

Atli Ísleifsson skrifar
Hallgrímur Th. Björnsson, framkvæmdastjóri Varist, fagnaði tímamótunum.
Hallgrímur Th. Björnsson, framkvæmdastjóri Varist, fagnaði tímamótunum. Aðsend

Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Varist fögnuðu ársafmæli fyrirtækisins á dögunum. Stefnt er á frekari vöxt fyrirtækisins með ráðningum og er jafnframt stefnt á frekari hlutafjáraukningu til að styðja við þær áætlanir.

Fyrirtækinu var komið á koppinn af OK og fyrrverandi lykilstarfsfólki Cyren á Íslandi og starfa nú 34 manns hjá félaginu, þar af 25 á Íslandi.

Hallgrímur Th. Björnsson, framkvæmdastjóri Varist, segir síðastliðið ár hafa verið stórkostlegt fyrir starfsfólk félagsins.

„Við höfum tekist á við áskoranir, breytt hindrunum í tækifæri og náð ótrúlegum árangri. Á aðeins einu ári höfum við gert samninga við stærstu tæknifyrirtæki heims – fyrirtæki sem allir þekkja, og fjölmörg önnur.

Við höfum fengið frábært fólk til starfa á undanförnum vikum og frekari ráðningar í farvatninu. Áætlanir okkar eru afar metnaðarfullar og við stefnum á hlutafjáraukningu í ár til að styðja við þær,” segir Hallgrímur.

Að neðan má sjá myndir úr afmælisfögnuði fyrirtækisins þar sem því var einnig fagnað að 35 ár væru liðin frá fyrsta vara þess, Lykla-Pétur, kom út.

Aðsend

Aðsend

Aðsend

Aðsend

Aðsend

Aðsend

Aðsend

Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×