Þar segist Svala geta verið með tan allan ársins hring ef maður notar rétta brúnkukremið. Söngkonan úr Hafnarfirði er komin með sumarlit þótt aðeins sé komið fram í mars.
Myndin hefur vakið töluverða athygli en um fimm hundruð manns hafa líkað við færsluna. Auk þess hafa fjölda ummæla verið skrifuð við myndina þar sem Svölu er hrósað fyrir fallegt vaxtalag og kynþokka.
„Vá æðislega fallega vaxin,“ skrifar maður við myndina. „Vóó what a Babe,“ skrifar annar.
Svala er ein eftirsóttasta einhleypa kona landsins eftir að ástin kulnaði á milli hennar og Alexander Egholm, oftast nefndur Lexi Blaze, í október í fyrra.