Unnur og Brynjar keyptu 200 fermetra einbýli á 4,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2024 20:01 Fjölskyldan heldur betur komið sér vel fyrir úti. „Af hverju við fluttum? Það var sett á sölu húsið sem við bjuggum í og leigumarkaðurinn var algjörlega glataður. Ég varð svo pirruð yfir þessu að ég sagði bara: Af hverju prófum við ekki eitthvað nýtt?“ segir Unnur Eygló Bjarnadóttir en þau Brynjar Ingimarsson eiginmaður hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að freista gæfunnar í finnskri sveit. Þau eiga sex börn samanlagt og sáu enga leið til að kaupa sér húsnæði á Íslandi sem rúmaði öll börnin. Þegar þau svo misstu leiguhúsnæðið á Akranesi tóku þau af skarið. Systir Unnar hafði lengi búið í húsaþyrpingu skammt frá Nykarleby í sænskumælandi hluta Finnlands og þangað fluttu þau með sitt hafurtask – en reyndar bara 2 börn. Unnur á 4 dætur en Brynjar á son og dóttur. Tvær yngstu dætur Unnar fluttu með þeim út. „En hin börnin vildu ekki koma,“ segir Brynjar. Börnin hans voru orðin stálpuð þegar þau fluttu og eldri dætur Unnar voru 16 og 18 ára. „Það var ógeðslega erfitt að skilja þær eftir,“ segir Unnur. „Og ég svona bjóst við því að hún kæmi á eftir okkur, þessi 16 ára, en það varð ekki.“ Yngri dætrunum, Stefaníu og Guðbjörgu, hefur hins vegar vegnað vel í Finnlandi. Guðbjörg er komin í leikskólakennaranám og Stefanía er að klára 10. bekk. Risagarður við skógarjaðarinn Þau tóku eitt prufuár, leigðu húsnæði, til að kanna hvernig þeim líkaði. Eftir árið fóru þau að leita sér að húsnæði til að kaupa og enduðu á að fjárfesta í um 200 fermetra einbýlishúsi með risagarði við skógarjaðarinn skammt frá systur Unnar. Og borguðu fyrir það verð sem ekki þekkist hér á landi: 4,5 milljónir króna á gengi þess tíma. Þau fóru létt með það eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? Í fimmta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir tvö heimili í Finnlandi, meðal annars Unni, Binna, Stefaníu og Guðbjörgu. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Unnur og Brynjar keyptu 200 fm einbýli á 4,5 milljónir Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Finnland Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þau eiga sex börn samanlagt og sáu enga leið til að kaupa sér húsnæði á Íslandi sem rúmaði öll börnin. Þegar þau svo misstu leiguhúsnæðið á Akranesi tóku þau af skarið. Systir Unnar hafði lengi búið í húsaþyrpingu skammt frá Nykarleby í sænskumælandi hluta Finnlands og þangað fluttu þau með sitt hafurtask – en reyndar bara 2 börn. Unnur á 4 dætur en Brynjar á son og dóttur. Tvær yngstu dætur Unnar fluttu með þeim út. „En hin börnin vildu ekki koma,“ segir Brynjar. Börnin hans voru orðin stálpuð þegar þau fluttu og eldri dætur Unnar voru 16 og 18 ára. „Það var ógeðslega erfitt að skilja þær eftir,“ segir Unnur. „Og ég svona bjóst við því að hún kæmi á eftir okkur, þessi 16 ára, en það varð ekki.“ Yngri dætrunum, Stefaníu og Guðbjörgu, hefur hins vegar vegnað vel í Finnlandi. Guðbjörg er komin í leikskólakennaranám og Stefanía er að klára 10. bekk. Risagarður við skógarjaðarinn Þau tóku eitt prufuár, leigðu húsnæði, til að kanna hvernig þeim líkaði. Eftir árið fóru þau að leita sér að húsnæði til að kaupa og enduðu á að fjárfesta í um 200 fermetra einbýlishúsi með risagarði við skógarjaðarinn skammt frá systur Unnar. Og borguðu fyrir það verð sem ekki þekkist hér á landi: 4,5 milljónir króna á gengi þess tíma. Þau fóru létt með það eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? Í fimmta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir tvö heimili í Finnlandi, meðal annars Unni, Binna, Stefaníu og Guðbjörgu. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Unnur og Brynjar keyptu 200 fm einbýli á 4,5 milljónir
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Finnland Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“