Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 22:25 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58