All By Myself-söngvarinn Eric Carmen látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 10:27 Eric Carmen á tónleikum í Atlanta árið 1975. Getty Bandaríski söngvarinn Eric Carmen er látinn, 74 ára að aldri. Hann var forsprakki sveitarinnar The Raspberries og átti síðar eftir að njóta vinsælda með lögum á borð við All By Myself, Hungry Eyes og Never Gonna Fall In Love Again. Eiginkona Carmen, Amy, greinir frá andlátinu á opinberri heimasíðu söngvarans. Segir að hann hafi andast í svefni um liðna helgi. Eric Carmen fæddist í Ohio og vakti athygli sem söngvari poppsveitarinnar The Raspberries sem stofnuð var í Cleveland árið 1970. Sveitin var starfrækt til ársins 1975 og hóf Carmen þá sólóferil. Lag hans frá 1975, All By Myself, átti eftir að njóta mikilla vinsælda, síðar í flutningi kanadísku söngkonunnar Celine Dion. Þá hljómaði lag hans Hungry Eyes í kvikmyndinni Dirty Dancing frá 1987, auk þess að lag hans Almost Paradise hljómaði í myndinni Footloose. Carmen lætur eftir sig eiginkonuna Amy og tvö börn, þau Kathryn og Clayton. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Eiginkona Carmen, Amy, greinir frá andlátinu á opinberri heimasíðu söngvarans. Segir að hann hafi andast í svefni um liðna helgi. Eric Carmen fæddist í Ohio og vakti athygli sem söngvari poppsveitarinnar The Raspberries sem stofnuð var í Cleveland árið 1970. Sveitin var starfrækt til ársins 1975 og hóf Carmen þá sólóferil. Lag hans frá 1975, All By Myself, átti eftir að njóta mikilla vinsælda, síðar í flutningi kanadísku söngkonunnar Celine Dion. Þá hljómaði lag hans Hungry Eyes í kvikmyndinni Dirty Dancing frá 1987, auk þess að lag hans Almost Paradise hljómaði í myndinni Footloose. Carmen lætur eftir sig eiginkonuna Amy og tvö börn, þau Kathryn og Clayton.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira