Hefur áhyggjur af því að fólk sé að missa áhugann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 18:47 Rory McIlroy segir það vera synd að það vanti marga af bestu kylfingunum á Players mótinu í ár. Getty/Jared C. Tilton Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur miklar áhyggjur af stöðunni í golfheiminum þar sem eru enn tvær stórar fylkingar þrátt fyrir fréttir af mögulegri samvinnu PGA og LIV. Peningarnir flæða hjá LIV og sádi-arabíska mótarröðin hefur platað marga af bestu kylfingum heims yfir til sín. Þetta þýðir að það vantar marga af bestu kylfingunum á Players Championship mótinu í Flórída sem fer fram í þessari viku. „Ég held að það sé engin einföld lausn til,“ sagði Rory McIlroy í samtali við breska ríkisútvarpið. „Allir þurfa núna að setja tilfinningar sínar og egóin til hliðar og finna lausn svo að við getum fengið alla bestu kylfingana til að keppa á móti hverjum öðrum á ný,“ sagði McIlroy. „Þetta er stærsta mótið fyrir utan risamótin og við erum ekki með alla bestu kylfingana í heimi að keppa hér. Það er mikil synd. Ég vona að það breytist fljótt því ég miður held ég að fólk sé að missa áhugann,“ sagði McIlroy. „Fyrir utan harðasta áhugafólkið þá mun hinn almenni áhugamaður stilla á golfið fjórum sinnum á ári til að fylgjast með risamótunum. Áð mínu mati þá á golfíþróttin á að skipta meira máli en bara í fjórar vikur á árinu. Því fyrr sem við finnum lausnina því betra,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Peningarnir flæða hjá LIV og sádi-arabíska mótarröðin hefur platað marga af bestu kylfingum heims yfir til sín. Þetta þýðir að það vantar marga af bestu kylfingunum á Players Championship mótinu í Flórída sem fer fram í þessari viku. „Ég held að það sé engin einföld lausn til,“ sagði Rory McIlroy í samtali við breska ríkisútvarpið. „Allir þurfa núna að setja tilfinningar sínar og egóin til hliðar og finna lausn svo að við getum fengið alla bestu kylfingana til að keppa á móti hverjum öðrum á ný,“ sagði McIlroy. „Þetta er stærsta mótið fyrir utan risamótin og við erum ekki með alla bestu kylfingana í heimi að keppa hér. Það er mikil synd. Ég vona að það breytist fljótt því ég miður held ég að fólk sé að missa áhugann,“ sagði McIlroy. „Fyrir utan harðasta áhugafólkið þá mun hinn almenni áhugamaður stilla á golfið fjórum sinnum á ári til að fylgjast með risamótunum. Áð mínu mati þá á golfíþróttin á að skipta meira máli en bara í fjórar vikur á árinu. Því fyrr sem við finnum lausnina því betra,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira