Amanda og Brák meðal handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2024 21:16 Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra sem hlutu verðlaun í Iðnó í kvöld. Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra myndlistarmanna sem hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin. Þá fékk Hreinn Friðfinnsson Verðlaunaafhending fór fram í Iðnó í kvöld þar sem var margt um manninn. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda, sem er fædd 1977, er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Brák með hvatningaverðlaun Þá hlaut Brák Jónsdóttir Hvatningaverðlaunin fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík og hlaut hún 500.000 kr í verðlaunafé. Brák, sem er fædd árið 1996, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Það er mat dómnefndar að skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleikans á jaðri hins mögulega og ómögulega. Verkin eru forvitnileg, þau kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð. Áhugaverðasta endurlitið, samsýning ársins og útgáfa Þá voru einnig veittar fjórar viðurkenningar til viðbótar. Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Samsýningu ársins hlaut sýningin Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp í tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex listamanna, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Sýningarstjóri var Daría Sól Andrews. Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu hlaut bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Höfundur bókarinnar er Ágústa Oddsdóttir og ritstjóri er Abigail Ley. Heiðursverðlaunin til Hreins Að þessu sinni féll Heiðursviðurkenning myndlistarráðs í skaut Hreins Friðfinnssonar. Því miður gafst ekki færi á að veita Hreini viðurkenninguna formlega sökum þess að hann féll frá fyrr í mánuðinum, eftir langan og óslitinn listferil. Á verðlaunaafhendingunni var minningu Hreins heiðruð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafn Reykjavíkur, flutti erindi um verk hans og ævistarf. Sérskipuð dómefnd velur handhafa, fyrir utan Heiðursviðurkenningarhafa sem valinn er af myndlistarráði. Eins og áður var auglýst eftir tillögum að tilnefningum og bárust fjölmargar tillögur að þessu sinni. Í byrjun mars var tilkynnt hverjir voru tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins, alls fjórir listamenn og til Hvatningarverðlaunana, alls þrír listamenn. Myndlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda, sem er fædd 1977, er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Brák með hvatningaverðlaun Þá hlaut Brák Jónsdóttir Hvatningaverðlaunin fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík og hlaut hún 500.000 kr í verðlaunafé. Brák, sem er fædd árið 1996, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Það er mat dómnefndar að skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleikans á jaðri hins mögulega og ómögulega. Verkin eru forvitnileg, þau kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð. Áhugaverðasta endurlitið, samsýning ársins og útgáfa Þá voru einnig veittar fjórar viðurkenningar til viðbótar. Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Samsýningu ársins hlaut sýningin Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp í tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex listamanna, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Sýningarstjóri var Daría Sól Andrews. Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu hlaut bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Höfundur bókarinnar er Ágústa Oddsdóttir og ritstjóri er Abigail Ley. Heiðursverðlaunin til Hreins Að þessu sinni féll Heiðursviðurkenning myndlistarráðs í skaut Hreins Friðfinnssonar. Því miður gafst ekki færi á að veita Hreini viðurkenninguna formlega sökum þess að hann féll frá fyrr í mánuðinum, eftir langan og óslitinn listferil. Á verðlaunaafhendingunni var minningu Hreins heiðruð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafn Reykjavíkur, flutti erindi um verk hans og ævistarf. Sérskipuð dómefnd velur handhafa, fyrir utan Heiðursviðurkenningarhafa sem valinn er af myndlistarráði. Eins og áður var auglýst eftir tillögum að tilnefningum og bárust fjölmargar tillögur að þessu sinni. Í byrjun mars var tilkynnt hverjir voru tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins, alls fjórir listamenn og til Hvatningarverðlaunana, alls þrír listamenn.
Myndlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira