Sara áfram efst í The Open en Katrín Tanja á hraðri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 06:30 Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig best af íslensku stelpunum. Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er áfram efst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en nú er búið að fara yfir árangur keppenda í 24.2 á CrossFit Open. Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games CrossFit Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira