„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2024 10:15 Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans. AP/Brett Duke Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. „Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira