Højlund og Salah klárir í stórleikinn: „Vitum að þessi leikur skiptir öllu máli“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 14:34 Rasmus Højlund hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en gæti snúið aftur á sunnudag í risaleikinn við Virgil Van Dijk og félaga. Getty/Clive Brunskill „Sumir leikir eru stærri en aðrir,“ sagði Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag fyrir bikarslaginn mikla við Liverpool á sunnudag. Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira