Ríkiskaup lögð niður og verkefnin flutt til Fjársýslunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. mars 2024 15:07 Sara Lind Guðbergsdóttir hefur verið forstjóri Ríkiskaupa frá því í apríl í fyrra. Til hægti á myndinni er svo fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Vísir/Vilhelm og Ívar Fannar Leggja á niður Ríkiskaup og færa verkefni stofnunarinnar ýmist til sérstakrar starfseiningar eða ríkisaðila sem starfar á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingin er liður í innleiðingu á breytingum á lögum um opinber innkaup. Samkvæmt tillögu ráðherra verður starfsmönnum Ríkiskaupa boðið starf hjá Fjársýslunni en starf forstöðumanns Ríkiskaupa verður lagt niður. Núverandi forstjóri stofnunarinnar er Sara Lind Guðbergsdóttir og er sett til 31. mars á þessu ári. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt þessar breytingar til í frumvarpi sem er að finna í samráðsgátt. Þar kemur fram að breytingarnar megi rekja til heildarendurskoðunar sem gerð var á lögum um opinber innkaup árið 2015 og tók gildi árið 2016. Eftir að breytingarnar tóku gildi hefur komið í ljós, samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra, að breyta þarf tilteknum ákvæðum til samræmis við tilskipunina þannig að tryggt sé að túlkun þeirra ákvæða sem koma fram í lögunum sé í samræmi við EES-rétt. Draga úr gullhúðun Með breytingum á lögunum verður jafnframt dregið úr séríslenskum reglum sem koma fram í lögunum en það er gjarnan nefnt gullhúðun. Þá er að lokum lagt til að Ríkiskaup verði lögð niður í núverandi mynd. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að stofnunin sé í dag frekar lítil og þar starfi 24 einstaklingar og að stofnunin, sem hefur verið starfrækt frá 1949, sé fjármögnuð bæði með framlögum úr ríkissjóði og með sértekjum. „Um er að ræða litla einingu sem skortir slagkraft í stærri verkefni og áskoranir. Talið er nauðsynlegt að ráðast í breytingar á stofnanafyrirkomulagi laganna og gera það markvissara og sveigjanlegra í framkvæmd og að tryggja að til staðar sé öflugri þekkingarstofnun sem styður við hagkvæman ríkisrekstur og hafi aukna burði til að mæta stafrænni umbreytingu og gagnavinnslu. Á grundvelli heimilda sem er að finna í frumvarpi þessu er áformað að færa verkefni Ríkiskaupa til Fjársýslu ríkisins sem er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála,“ segir í greinargerðinni þar sem ítarlega er farið yfir núverandi hlutverk og skipulag Fjársýslu ríkisins. Með sameiningu verkefna er talið að hægt sé að tryggja betri skilvirkni og bæta innkaup ríkisins enn frekar. Hjá Fjársýslu ríkisins séu innviðir og þekking til staðar til að gera það. „Fjársýslan býr nú þegar yfir gögnum, innviðum og þekkingu til að bæta innkaup ríkisins enn frekar og talsverð tækifæri eru til staðar til að nýta núverandi kerfi til að auka sýnileika og aga á útgjöldum stofnana á sviði innkaupa. Hjá flestum ríkisaðilum eru almenn innkaup á ábyrgð fjármálasviðs viðkomandi stofnunar og eru þessi aðilar nú þegar í virku þjónustusambandi við Fjársýsluna. Með sameiningu innkaupaverkefna og annarrar fjármálaumsýslu skapast tækifæri til bættrar þjónustu, fræðslu og upplýsingagjafar. Markmiðið með þessari breytingu er að til verði öflugur þjónustumiðaður kjarni með áherslu á gagnadrifna ákvörðunartöku, skýra ferla og virka upplýsingagjöf.“ Frestur til sunnudags Frumvarpið var sett inn í samráðsgátt stjórnvalda í upphafi vikunnar en hægt er að skila inn umsögnum til 17.mars, eða á sunnudag. Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn einni umsögn frá Bandalagi háskólamanna. Þar er aðallega fjallað um réttindi starfsfólks Ríkiskaupa sem á að bjóða starf hjá Fjársýslu ríkisins. Segir í umsögninni að eitthvað hafi borið á áhyggjum hjá starfsfólki um áunninn réttindi og framtíð þeirra hjá nýrri stofnun. Hvatt er til þess að fjallað sé um breytingarnar á skipulagðan hátt svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um framtíð sína. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Happdrætti Háskóla Íslands fjárfestir í 30 nýjum spilakössum Happdrætti Háskóla Íslands hefur, í gegnum Ríkiskaup, óskað eftir tilboðum í 30 nýjar happdrættisvélar. Um er að ræða endurnýjun véla og áætlað að kaupa fleiri vélar síðar á þessu ári. 19. febrúar 2024 06:26 Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. 21. október 2023 12:06 Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. 27. september 2023 16:29 Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. 14. september 2023 13:40 Áfram forstjóri á meðan framtíðarfyrirkomulag innkaupamála er skoðað Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til áramóta. Vinna fer nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. 5. september 2023 10:42 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt tillögu ráðherra verður starfsmönnum Ríkiskaupa boðið starf hjá Fjársýslunni en starf forstöðumanns Ríkiskaupa verður lagt niður. Núverandi forstjóri stofnunarinnar er Sara Lind Guðbergsdóttir og er sett til 31. mars á þessu ári. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt þessar breytingar til í frumvarpi sem er að finna í samráðsgátt. Þar kemur fram að breytingarnar megi rekja til heildarendurskoðunar sem gerð var á lögum um opinber innkaup árið 2015 og tók gildi árið 2016. Eftir að breytingarnar tóku gildi hefur komið í ljós, samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra, að breyta þarf tilteknum ákvæðum til samræmis við tilskipunina þannig að tryggt sé að túlkun þeirra ákvæða sem koma fram í lögunum sé í samræmi við EES-rétt. Draga úr gullhúðun Með breytingum á lögunum verður jafnframt dregið úr séríslenskum reglum sem koma fram í lögunum en það er gjarnan nefnt gullhúðun. Þá er að lokum lagt til að Ríkiskaup verði lögð niður í núverandi mynd. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að stofnunin sé í dag frekar lítil og þar starfi 24 einstaklingar og að stofnunin, sem hefur verið starfrækt frá 1949, sé fjármögnuð bæði með framlögum úr ríkissjóði og með sértekjum. „Um er að ræða litla einingu sem skortir slagkraft í stærri verkefni og áskoranir. Talið er nauðsynlegt að ráðast í breytingar á stofnanafyrirkomulagi laganna og gera það markvissara og sveigjanlegra í framkvæmd og að tryggja að til staðar sé öflugri þekkingarstofnun sem styður við hagkvæman ríkisrekstur og hafi aukna burði til að mæta stafrænni umbreytingu og gagnavinnslu. Á grundvelli heimilda sem er að finna í frumvarpi þessu er áformað að færa verkefni Ríkiskaupa til Fjársýslu ríkisins sem er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála,“ segir í greinargerðinni þar sem ítarlega er farið yfir núverandi hlutverk og skipulag Fjársýslu ríkisins. Með sameiningu verkefna er talið að hægt sé að tryggja betri skilvirkni og bæta innkaup ríkisins enn frekar. Hjá Fjársýslu ríkisins séu innviðir og þekking til staðar til að gera það. „Fjársýslan býr nú þegar yfir gögnum, innviðum og þekkingu til að bæta innkaup ríkisins enn frekar og talsverð tækifæri eru til staðar til að nýta núverandi kerfi til að auka sýnileika og aga á útgjöldum stofnana á sviði innkaupa. Hjá flestum ríkisaðilum eru almenn innkaup á ábyrgð fjármálasviðs viðkomandi stofnunar og eru þessi aðilar nú þegar í virku þjónustusambandi við Fjársýsluna. Með sameiningu innkaupaverkefna og annarrar fjármálaumsýslu skapast tækifæri til bættrar þjónustu, fræðslu og upplýsingagjafar. Markmiðið með þessari breytingu er að til verði öflugur þjónustumiðaður kjarni með áherslu á gagnadrifna ákvörðunartöku, skýra ferla og virka upplýsingagjöf.“ Frestur til sunnudags Frumvarpið var sett inn í samráðsgátt stjórnvalda í upphafi vikunnar en hægt er að skila inn umsögnum til 17.mars, eða á sunnudag. Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn einni umsögn frá Bandalagi háskólamanna. Þar er aðallega fjallað um réttindi starfsfólks Ríkiskaupa sem á að bjóða starf hjá Fjársýslu ríkisins. Segir í umsögninni að eitthvað hafi borið á áhyggjum hjá starfsfólki um áunninn réttindi og framtíð þeirra hjá nýrri stofnun. Hvatt er til þess að fjallað sé um breytingarnar á skipulagðan hátt svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um framtíð sína. Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Happdrætti Háskóla Íslands fjárfestir í 30 nýjum spilakössum Happdrætti Háskóla Íslands hefur, í gegnum Ríkiskaup, óskað eftir tilboðum í 30 nýjar happdrættisvélar. Um er að ræða endurnýjun véla og áætlað að kaupa fleiri vélar síðar á þessu ári. 19. febrúar 2024 06:26 Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. 21. október 2023 12:06 Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. 27. september 2023 16:29 Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. 14. september 2023 13:40 Áfram forstjóri á meðan framtíðarfyrirkomulag innkaupamála er skoðað Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til áramóta. Vinna fer nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. 5. september 2023 10:42 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Happdrætti Háskóla Íslands fjárfestir í 30 nýjum spilakössum Happdrætti Háskóla Íslands hefur, í gegnum Ríkiskaup, óskað eftir tilboðum í 30 nýjar happdrættisvélar. Um er að ræða endurnýjun véla og áætlað að kaupa fleiri vélar síðar á þessu ári. 19. febrúar 2024 06:26
Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. 21. október 2023 12:06
Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. 27. september 2023 16:29
Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. 14. september 2023 13:40
Áfram forstjóri á meðan framtíðarfyrirkomulag innkaupamála er skoðað Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til áramóta. Vinna fer nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. 5. september 2023 10:42