Þjálfari kvennaliðs Chelsea á móti ástarsamböndum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 22:30 Emma Hayes reitti nokkra leikmenn sína til reiði með ummælum sínum. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Emma Hayes, knattspyrnustýra Chelsea, er ekki hrifin af ástarsamböndum á milli liðsfélaga í kvennaboltanum og segir það gera starfið enn erfiðara. Hayes segir slíkt sambönd vera óheppileg en hún viðurkennir að þetta sé samt hluti af því að vera manneskja. Hayes er á sínu síðasta tímabili með Chelsea en hún tekur við þjálfun bandaríska landsliðsins í sumar. Hayes tjáði sig ástarsambönd liðsfélaga í framhaldi af spurningu um Willie Kirk, þjálfara kvennaliðs Leicester, sem sætir rannsókn vegna sambands hans og leikmanns liðsins. Emma Hayes, the incoming coach of the U.S. women's national team, said player-to-player and player-coach relationships on teams are inappropriate. https://t.co/k8yu63cwnO— NBC4 Washington (@nbcwashington) March 15, 2024 „Leikmenn þurfa á vernd að halda og við þurfum að passa upp á það að öll félög verji sína leikmenn. Sambönd þjálfara og leikmanns eru óviðeigandi og sambönd liðsfélaga eru óviðeigandi,“ sagði Emma Hayes. „Við verðum að horfa á þetta út frá því hvert leikurinn er kominn í dag. Þetta er orðinn atvinnumannaheimur og það eru miklar væntingar gerðar til leikmanna og þjálfara. Allir þurfa að fullvissa sig um að þeir geti einbeitt sér að fullu að verkefnum til að skila því sem er krafist af leikmönnum á þessu stigi,“ sagði Hayes. Hayes segir að ástarsambönd liðsfélaga reynist þjálfaranum oft erfið að glíma við. „Annar leikmaðurinn er í liðinu en hinn ekki. Einn er kannski á lokaári samningsins en hinn ekki. Við sem höfum verið í kringum kvennafótboltann vitum að þetta hefur verið í gangi í langan tíma. Það væri samt langbest að þurfa ekki að eiga við svona hluti,“ sagði Hayes. Chelsea Women boss Emma Hayes sparks civil war by telling stars relationships with team-mates are inappropriate... as centre back, who's dating their keeper, likes tweets calling her 'beyond bonkers' https://t.co/RtGdal8bVl— Mail Sport (@MailSport) March 15, 2024 Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Hayes segir slíkt sambönd vera óheppileg en hún viðurkennir að þetta sé samt hluti af því að vera manneskja. Hayes er á sínu síðasta tímabili með Chelsea en hún tekur við þjálfun bandaríska landsliðsins í sumar. Hayes tjáði sig ástarsambönd liðsfélaga í framhaldi af spurningu um Willie Kirk, þjálfara kvennaliðs Leicester, sem sætir rannsókn vegna sambands hans og leikmanns liðsins. Emma Hayes, the incoming coach of the U.S. women's national team, said player-to-player and player-coach relationships on teams are inappropriate. https://t.co/k8yu63cwnO— NBC4 Washington (@nbcwashington) March 15, 2024 „Leikmenn þurfa á vernd að halda og við þurfum að passa upp á það að öll félög verji sína leikmenn. Sambönd þjálfara og leikmanns eru óviðeigandi og sambönd liðsfélaga eru óviðeigandi,“ sagði Emma Hayes. „Við verðum að horfa á þetta út frá því hvert leikurinn er kominn í dag. Þetta er orðinn atvinnumannaheimur og það eru miklar væntingar gerðar til leikmanna og þjálfara. Allir þurfa að fullvissa sig um að þeir geti einbeitt sér að fullu að verkefnum til að skila því sem er krafist af leikmönnum á þessu stigi,“ sagði Hayes. Hayes segir að ástarsambönd liðsfélaga reynist þjálfaranum oft erfið að glíma við. „Annar leikmaðurinn er í liðinu en hinn ekki. Einn er kannski á lokaári samningsins en hinn ekki. Við sem höfum verið í kringum kvennafótboltann vitum að þetta hefur verið í gangi í langan tíma. Það væri samt langbest að þurfa ekki að eiga við svona hluti,“ sagði Hayes. Chelsea Women boss Emma Hayes sparks civil war by telling stars relationships with team-mates are inappropriate... as centre back, who's dating their keeper, likes tweets calling her 'beyond bonkers' https://t.co/RtGdal8bVl— Mail Sport (@MailSport) March 15, 2024
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira