Sorgardagur í Odessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 21:27 Ljósmyndin sem var dreift af úkraínskum stjórnvöldum er sögð sýna viðbragðsaðila á vettvangi árásarinnar í Odessa. AP/Úkraínsk stjórnvöld Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00