Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 15. mars 2024 21:29 Finnur tók tapi sinna manna af miklu æðruleysi Vísir / Pawel Cieslikiewicz Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik. Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Sjá meira
Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58