Tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 09:29 Ben Affleck og Jennifer Lopez létu sér leiðast í rúmar tuttugu mínútur meðan leikurinn tafðist Kevork Djansezian/Getty Images) Vegna ítrekaðra endurskoðana dómara og bilana í skotklukku tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins þegar Golden State Warriors unnu 128-121 gegn Los Angeles Lakers í nótt. Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp. NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp.
NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira